FIMMAN – Markþjálfun 2020

Stendur þú á krossgötum? Langar þig að breyta einhverju í lífinu en vantar skýrari sýn, meiri kjark eða kraftmikla klappstýru sem getur veitt þér stuðning í breytingarferlinu? Þá gæti FIMMAN verið svarið.

FIMMAN er einstaklingsmiðað námskeið sem miðar að því að styðja við breytingar. Námskeiðið samanstendur af markþjálfasamtölum sem fara fram á netinu (einkasamtöl), skriflegum æfingum og reglulegum samskiptum við markþjálfa sem veitir bæði stuðning og hvatningu.

Námskeiðið fer þannig fram að við byrjum á að finna okkur tíma fyrir fyrsta markþjálfasamtalið, þar sem við skoðum stóru myndina og kortleggjum vinnuna framundan. Síðan færð þú sendar skriflegar æfingar sem þú vinnur á milli samtala. Í hverri æfingu er unnið með ákveðnar áherslur sem allar miða að því að styðja við umbreytinarferli og þá drauma og þau markmið sem þú hefur áhuga á að vinna með.

Áherslur sem við vinnum með:

  1. Gildin mín (kortlagning á lífsgildum)
  2. Hamingjuhjólið (hvað þarf ég í lífið til að líða vel?)
  3. Styrkleikar mínir (hvernig geri ég gott betra?)
  4. Út fyrir kassann (stærstu draumarnir)

Auk markþjálfasamtala og æfinga verður einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum kl. 19 – 21, opið fyrir spurningar í tölvupósti og/eða stutt spjall á Facebook fyrir þá sem vilja nýta sér það.

Hvernig fara markþjálfasamtölin fram?

Markþjálfasamtölin fara fram í gegn um netið. Við byrjum á að finna okkur tíma sem virkar fyrir báða aðila, en flest markþjálfasamtölin munu fara fram eftir hádegi á þriðjudögum eða fimmtudögum, einhverntíman á bilinu kl. 14 – 19.

Hvert samtal tekur klukkutíma og við notum samskiptaforrit sem heitir Zoom. Forritið er mjög einfalt og þægilegt í notkun. Þú færð senda fundarslóð og þú „mætir“ í samtalið með því að ýta á tengilinn. Þetta þýðir að þú þarft að hafa nettengda tölvu, spjaldtölvu eða síma með myndavél. Til að samtalið nýtist sem best er gott að vera búin(n) að undirbúa sig aðeins, passa upp á að vera í rými þar sem þér líður vel og veist að þú getur spjallað án truflunar. Í markþjálfun beinum við athyglinni að nútíð og framtíð. Markþjálfinn leiðir þig í gegnum samtalið með kröftugum spurningum og virkri hlustun. Þú ert hins vegar alltaf við stýrið í markþjálfasamtölunum að því leyti að þú ræður umræðuefninu og hvernig þú vilt nota hvern tíma.

Markþjálfinn

Auður H. Ingólfsdóttir lauk grunnnámi í markþjálfun vorið 2019. Hún hefur tveggja áratuga reynslu sem háskólakennari og hefur alltaf litið á kennslu sem aðferð til að styðja við og leiða fólk í gegnum tiltekin verkefni. Markþjálfun er verkfæri sem hún heillaðist strax af, enda fellur það mjög vel að þeirri hugmyndafræði sem hún hefur tileiknað sér í kennslu og opnar nýja möguleika til að styðja við fólk sem er tilbúið að stíga út fyrir þægindarammann, efla sig og styrkja sem einstaklinga, hvort sem er í einkalífi, í starfi og sem ábyrgir borgarar.

Þú getur lesið meira um Auði hér.

Verð og skráning

Skráning fer fram í gegnum netfangið: aingolfs@transformia.is. Þangað getur þú líka sent póst ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú vilt vita svarið við áður en þú ákveður hvort þetta hentar þér. Það er líka hægt að vera í sambandi í gegnum skilaboðaskjóðuna á Facebook-síðu Transformia.

Námskeiðið kostar 35.000 kr.

Greiðslutilhögun:

Millifærsla (kt. 410319-0550 – reikningsnúmer 0162 26 020094). Það má gjarnan senda póst á netfangið aingolfs@transformia.is til að tilkynna um að greiðsla hafi verið framkvæmd.

Þú færð löglegan, rafrænan reikning frá Transformia sem þú getur sýnt ef þú t.d. ætlar að sækja um endurgreiðslu kostnaðar hjá stéttarfélagi.