Um okkur

Dr. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, er konan á bak við Transformia. Auður er menntuð í alþjóðafræðum með sérstakri áherslu á alþjóðleg umhverfismál, auðlindanýtingu, úrlausn deilumála og sjálfbæra þróun. Hún hefur starfað sem blaðamaður, við rannsóknir og ráðgjöf auk þess að kenna á háskólastigi í rúma tvo áratugi. Námskeið sem hún hefur kennt tengjast flest alþjóðmálum og/eða umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Dæmi um námskeið eða námskeiðshluta sem hún hefur kennt eru Alþjóðastjórnmál, Stjórnmál á Norðurslóðum, Loftslagsbreytingar og alþjóðastjórnmál, Friðar- og átakafræði, Stjórnun náttúruauðlinda, Kyngerfi og umhverfi og Sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Hún hefur einnig lokið grunnnámi í markþjálfun og hefur þannig bætt enn einu verkfæri í verkfærakistuna sem gagnast til vel til að skapa jákvætt og uppbyggilegt andrúmsloft í allir samvinnu og samstarfi.

Hafa samband

Netfang: aingolfs@transformia.is

Sími: (+354) 892 0678

Starfsreynsla

Frá ágúst 2019: Eigandi og framkvæmdastjóri Transformia (fullt starf)

2020-2022: Stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs (hlutastarf)

2017-2019: Sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð ferðamála, staðsett við Háskólann á Akureyri

2010-2017: Lektor við Háskólann á Bifröst (þar af sviðsstjóri félagsvísindasviðs 2011-2013)

2007-2008: Jafnréttisráðgjafi hjá UNIFEM (nú UN Women) á Balkansskaga, staðsett í Skopje

2006: Friðargæsluliði í Sri lanka (Sri Lanka Monitoring Mission)

2003-2005: Ráðgjafi í umhverfismálum (sjálfstætt starfandi og fyrir Environice)

2002-2003: Sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu

1999-2002: Verkefnastjóri við Umhverfisstofnun HÍ

1997-1999: Blaðamaður á Degi og Degi-Tímanum

Menntun

2016: Doktorsgráða í alþjóðastjórnmálum og kynjafræði (Háskólinn í Lapplandi, Rovaniemi og Háskóli Íslands)

1999: Mastersgráða í alþjóðasamskiptum. Áherslusvið: Alþjóðleg auðlinda- og umhverfismál og Alþjóðlegar samningaviðræður og sáttamiðlun (Fletcher school, Tufts University, Boston).

1995: Viðbótargráða í hagnýtri fjölmiðlun (Háskóli Íslands)

1994: BA gráða í alþjóðfræðum. Áherslusvið: Alþjóðleg þróunarsamvinna (University of Washington, Seattle).

1991: Stúdentspróf af náttúrufræðipróf frá Menntaskólanum á Akureyri