Íslenska

Transformia er lítið fyrirtæki með stórt hjarta. Við leggjum áherslu sjálfseflingu, sjálfbærni og samfélagsábyrgð og tengslin á milli þessara þátta. Við trúum því að með því að efla einstaklinga til að lifa í takt við eigin gildi opnist fleiri gáttir til að vinna að samfélagsbreytingum í átt að réttlátari og sjálfbærari framtíð.  

Markmið Transformia er að vera farvegur fyrir verkefni sem miða að því að breyta viðhorfum og gildum í átt að því að bera meiri umhyggju gagnvart hvort öðru og náttúrunni. Verkfærin sem við notum eru skrif, fyrirlestrar, kennsla, markþjálfun og fleiri skapandi samskiptaleiðir til að hvetja einstaklinga, hópa, fyrirtæki og samtök til að taka skref sem styðja við jákvæð persónuleg og samfélagsleg umbreytingarferli.

Sumarnótt í júní: Súlur, Akureyri

Af hverju Transformia?

Fiðrildi er táknmynd fyrir umbreytingu, hugtakið sem var innblásturinn að nafninu Transformia.

Hjá Transformia erum við sannfærð um að endurbætur og yfirborðslegar breytingar duga ekki til að takast á við þær áskoranir sem blasa við í veröldinni. Djúpstæð umbreyting er nauðsynleg á öllum stigum – hjá einstaklingum, í samfélögum og á heimsvísu. Slík umbreyting gerist þó ekki að sjálfu sér. Jörðin kallar okkur til verka. Við þurfum aukna meðvitund og dýpri skilning til að skapa þann samtakamátt sem þarf til að færa okkur í átt að slíkri umbreytingu. Verkefnið er erfitt en ekki óviðráðanlegt.