Fundarstjórn og markþjálfun

Markþjálfun er öflugt tæki til sjálfsþekkingar og persónulegrar umbreytingar. Djúp sjálfsþekking hjálpar okkur að finna út eigin þarfir og langanir. En sú vitneskja er ekki nóg. Við þurfum líka að finna hugrekkið innra með okkur til að gera þær breytingar sem þarf til að fylgja eftir okkar innri þrá.

Þekking á markþjálfun er líka gagnleg þegar utanaðkomandi aðili er fenginn til að vinna með teymum að sameiginlegu markmiði í gegn um vinnustofur eða aðra tegund hópavinnu.

Auður H Ingólfsdóttir, eigandi Transformia, lauk grunnnámi í markþjálfun vorið 2019. Hún hefur jafnframt 20 ára reynslu sem háskólakennari, hefur sjálf lokið doktorsprófi, leitt nemendur í gegn um ritgerðarskrif. Þá hefur hún umtalsverða reynslu við verkefnisstjórn og að stýra umræðum um flókin málefni þar sem ná þarf sameiginlegri niðurstöðu, m.a. sem formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs tímabilið 2020-2022.

Ef þið hafið áhuga á að fá Auði til að stýra vinnustofum þá hafið samband í tölvupósti eða símleiðis (netfang: aingolfs@transformia.is / sími +354 892 0678)