Markþjálfun

Markþjálfun er öflugt tæki til sjálfsþekkingar og persónulegrar umbreytingar. Djúp sjálfsþekking hjálpar okkur að finna út eigin þarfir og langanir. En sú vitneskja er ekki nóg. Við þurfum líka að finna hugrekkið innra með okkur til að gera þær breytingar sem þarf til að fylgja eftir okkar innri þrá. Stundum vitum við hvað við viljum en sjáum ekki leiðina því alls konar innri og ytri hindranir blinda okkur sýn. Reynslumikill, vel þjálfaður markþjálfi hjálpar þér að skýra og skerpa þína innri sýn og draga fram þau svör sem þegar búa innra með þér. Markþjálfi veitir ekki ráð eða segir þér hvernig þú átt að leysa málin. En hann býður upp á öruggt og hvetjandi umhverfi fyrir innri sjálfsskoðun.

Transformia býður upp á markþjálfun, bæði af almennum toga fyrir einstaklinga, sem og fyrir þá sem vinna að stórum akademískum markmiðum, t.d. masters- eða doktorsnemar eða fólk sem er að fóta sig í flóknum heimi akademíunnar sem fræðimenn.

Auður H Ingólfsdóttir, sem sér um markþjálfun fyrir Transformia, lauk grunnnámi í markþjálfun vorið 2019. Hún hefur jafnframt 20 ára reynslu sem háskólakennari, hefur sjálf lokið doktorsprófi, leitt nemendur í gegn um ritgerðarskrif og unnið við rannsóknir. Hún þekkir því vel til í heimi akademíunnar og hversu krefjandi það umhverfi getur verið.

Ef þið hafið áhuga á markþjálfun hjá Auði hafið þá samband til að fá nánari upplýsingar og hvernig hægt er að bóka tíma (netfang: aingolfs@transformia.is / sími +354 892 0678)