Fréttir, pistlar og greinaskrif

Þessari heimasíðu er fyrst of fremst ætlað að veita grunnupplýsingar um fyrirtækið mitt, Transformia. Hér er hægt að lesa um hugmyndina á bak við Transformia, konuna á bak við fyrirtækið og helstu verkefni. Ég reyni að uppfæra heimasíðuna reglulega þannig að allar upplýsingar séu réttar. Heimasíðan er hins vegar ekki besti vettvangurinn fyrir fréttir og greinaskrif. Ef þið viljið fylgjast með pistlum frá mér, eða því sem er í gangi hjá Transformia frá degi til dags, þá mæli ég með að þið fylgist með Facebooksíðu Transformia.

Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með greinaskrifum á ensku, þá birti ég þær greinar sem ég skrifa á ensku á síðunni Medium, sem er bloggsíða fyrir þá sem vilja hafa vettvang til skrifa án þess að auglýsingar trufli lesturinn: Hér er prófíllinn minn á Medium.

Auður H. Ingólfsdóttir

Velkomin á heimasíðu Transformia

Transformia, sjálfsefling og samfélagsábyrgð, var stofnað í febrúar 2019 en hóf rekstur í ágúst 2019. Transformia einbeitir sér að þekkingarsköpun, fræðslu og miðlun um fjölbreytileg málefni sem öll miða að því að stuðla að jákvæðum persónulegum og samfélagslegum breytingum í átt að sjálfbærari heimi.

Hér á heimasíðunni er hægt að lesa um hlutverk Transformia, um eiganda og stofnanda og um helstu verkefni. Hér munu einnig, í fyllingu tímans, birtast pistlar og fréttir um ýmislegt sem tengjast viðfangsefnum og starfsemi Transformia.